Fyrrum framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar á Íslandi hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, fyrir að draga sér fé úr sjóðum kirkjunnar.
Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða Hvítasunnukirkjunni tæpar 18 milljónir í bætur auk málskostnaðar.
Maðurinn dró sér 16,2 milljónir króna af reikningi Hvítasunnukirkjunnar á
Íslandi og 1,8 milljónir af reikningi Hvítasunnukirkjunnar Klettsins. Þetta gerðist á tímabilinu frá 2004 til 2010.