Einangrast vegna atvinnuleysis

Útlendingar standi verr að vígi en aðrir á íslenskum vinnumarkaði.
Útlendingar standi verr að vígi en aðrir á íslenskum vinnumarkaði. mbl.is/Eggert

Atvinnulausir innflytjendur sem eiga rétt á félagslegri aðstoð, annarri en atvinnuleysisbótum, neita sér oft um hana til að missa ekki möguleikann á að fá ríkisborgararétt.

Samkvæmt lögum mega umsækjendur um ríkisborgararétt ekki hafa þegið framfærslustyrk frá sveitarfélagi í tvö ár og því reyna margir að draga fram lífið á litlum sem engum tekjum.

Í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag segir, að hætt sé við því að heilu fjölskyldurnar einangrist félagslega þar sem atvinnulaust foreldri situr heima með börnin, sem ekki eru send í tómstundastarf vegna kostnaðar og læra fyrir vikið enga íslensku. Ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun segir að útlendingar standi verr að vígi en aðrir á vinnumarkaði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert