Eldsneytisverð hækkar

Stóru olíu­fé­lög­in þrjú hækkuðu verð á eldsneyti í dag, bens­ín­lítr­ann um 4 krón­ur og dísi­lolíu­lítr­ann um 5 krón­ur.

Eft­ir hækk­un­ina kost­ar bens­ín­lítri í sjálfsaf­greiðslu 226,90 krón­ur og dísi­lolíu­lítr­inn 231,80 krón­ur á stöðvum Shell, N1 og Olís.

Hjá Ork­unni kost­ar bens­ínið enn 221,50 krón­ur og dísi­lolí­an 226,40 krón­ur. Á  stöðvum Atlantsol­íu og ÓB er eldsneytið 0,10 krón­um dýr­ara.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert