Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu verð á eldsneyti í dag, bensínlítrann um 4 krónur og dísilolíulítrann um 5 krónur.
Eftir hækkunina kostar bensínlítri í sjálfsafgreiðslu 226,90 krónur og dísilolíulítrinn 231,80 krónur á stöðvum Shell, N1 og Olís.
Hjá Orkunni kostar bensínið enn 221,50 krónur og dísilolían 226,40 krónur. Á stöðvum Atlantsolíu og ÓB er eldsneytið 0,10 krónum dýrara.