Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri, segir að innan Orkustofnunar hafi menn áhyggjur af ofnýtingu svæðisins við Reykjanesvirkjun.
Þess vegna geri drög að virkjanaleyfi HS orku, veitt til að framleiða 50 megavött til viðbótar á svæðinu, ráð fyrir að vinnslusvæðið verði stækkað.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segist Guðni ekki draga tölur frá HS orku um aukinn kostnað í efa. Virkjanaleyfi séu hins vegar ekki veitt á grundvelli hugsanlegs kostnaðar fyrirtækja.