Kæru vegna ærumeiðinga vísað frá

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur vísað frá kæru setts sak­sókn­ara efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra á hend­ur for­vera sín­um vegna ærumeiðinga.

Málið var kært til rík­is­sak­sókn­ara í lok janú­ar sem sendi það til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, sem vísaði mál­inu frá þann 16. fe­brú­ar sl.

Skv. upp­lýs­ing­um frá rík­is­sak­sókn­ara lagði Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir, sett­ur sak­sókn­ari efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, fram kæru á hend­ur Helga Magnúsi Gunn­ars­syni, for­vera sín­um í starfi, vegna ærumeiðinga. Helgi Magnús var í haust skipaður vara­sak­sókn­ari í Lands­dóms­máli gegn Geir H. Haar­de.

Helgi Magnús var kærður fyr­ir að hafa á göng­um efna­hags­brota­deild­ar látið meiðandi um­mæli falla í áheyrn starfs­manna deild­ar­inn­ar, en ekki í áheyrn Öldu Hrann­ar.

Þann 23. janú­ar sl. barst rík­is­sak­sókn­ara er­indi þar sem kvartað var und­an um­mæl­un­um. Er­indið var end­ur­sent sam­dæg­urs þar sem rík­is­sak­sókn­ari tók fram að slík kvört­un ætti að heyra und­ir yf­ir­mann embætt­is­ins en ekki rík­is­sak­sókn­ara. 

Tveim­ur dög­um síðar barst svo form­leg kæra. Þann fjórða fe­brú­ar sl. sendi rík­is­sak­sókn­ari málið til meðferðar hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu.

Skv. upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu var mál­inu vísað frá á grund­velli 52. gr. um meðferð saka­mála, þar sem ekki hafi þótt til­efni til að hefja lög­reglu­rann­sókn þar sem ekki um nein brot hafi verið að ræða.

Sú niðurstaða lá fyr­ir 16. fe­brú­ar sl. og hef­ur Alda Hrönn frest til 16. mars til þess að kæra ákvörðun­ina til rík­is­sak­sókn­ara. Skv. upp­lýs­ing­um frá rík­is­sak­sókn­ara hef­ur slík kæra ekki borist. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert