Karlmenn safna mottu á ný

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, var frekar torkennilegur með gervimottu á efri …
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, var frekar torkennilegur með gervimottu á efri vörinni. mbl.is/Júlíus

Svo­nefnd­ur mottumars, ár­vekni- og fjár­öfl­un­ar­átak Krabba­meins­fé­lags Íslands, er haf­inn á ný en þá eru karl­menn hvatt­ir til að safna yf­ir­vara­skeggi í mars­mánuði  til að vekja at­hygli á krabba­mein­um karl­manna og  safna um leið áheit­um.

Guðbjart­ur Hann­es­son, vel­ferðarráðherra, setti átakið í dag í Skauta­höll­inni í Laug­ar­dal og skartaði mynd­ar­legu yf­ir­skeggi í til­efni dags­ins. Í kjöl­farið reyndu slökkvliðsmenn og lög­reglu­menn með sér í ísknatt­leik.

Ein­stak­ling­ar og lið geta skráð sig til þátt­töku í mottu­sam­keppn­inni á áheita- og áskor­enda­vefsíðunni www.karl­mennog­krabba­mein.is en vef­ur­inn verður form­lega opnaður fyr­ir skrán­ing­ar þann 1. mars nk.
 

Liðsmenn lögreglu og slökkviliðs í upphafi íshokkíleiksins
Liðsmenn lög­reglu og slökkviliðs í upp­hafi ís­hok­kí­leiks­ins mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka