Karlmenn safna mottu á ný

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, var frekar torkennilegur með gervimottu á efri …
Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, var frekar torkennilegur með gervimottu á efri vörinni. mbl.is/Júlíus

Svonefndur mottumars, árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélags Íslands, er hafinn á ný en þá eru karlmenn hvattir til að safna yfirvaraskeggi í marsmánuði  til að vekja athygli á krabbameinum karlmanna og  safna um leið áheitum.

Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, setti átakið í dag í Skautahöllinni í Laugardal og skartaði myndarlegu yfirskeggi í tilefni dagsins. Í kjölfarið reyndu slökkvliðsmenn og lögreglumenn með sér í ísknattleik.

Einstaklingar og lið geta skráð sig til þátttöku í mottusamkeppninni á áheita- og áskorendavefsíðunni www.karlmennogkrabbamein.is en vefurinn verður formlega opnaður fyrir skráningar þann 1. mars nk.
 

Liðsmenn lögreglu og slökkviliðs í upphafi íshokkíleiksins
Liðsmenn lögreglu og slökkviliðs í upphafi íshokkíleiksins mbl.is/Júlíus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert