Kosið í landskjörstjórn

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Alþingi kaus í dag nýja lands­kjör­stjórn en gamla stjórn­in sagði af sér eft­ir að Hæstirétt­ur tók ákvörðun um að ógilda kosn­ingu til stjórn­lagaþings í nóv­em­ber. 

Í lands­kjör­stjórn voru kjör­in Ástráður Har­alds­son, lögmaður, Freyr Ófeigs­son fyrr­ver­andi héraðsdóm­ari,  Sigrún Bene­dikts­dótt­ir, lögmaður, Björn Jós­ef Arnviðar­son, sýslumaður og Jakob Björns­son fram­kvæmda­stjóri. Varamaður var kjör­inn Linda Bents­dótt­ir, lögmaður, í stað Sól­veig­ar Guðmunds­dótt­ur.

Ástráður var formaður þeirr­ar lands­kjör­stjórn­ar, sem sagði af sér í janú­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert