Alþingi kaus í dag nýja landskjörstjórn en gamla stjórnin sagði af sér eftir að Hæstiréttur tók ákvörðun um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings í nóvember.
Í landskjörstjórn voru kjörin Ástráður Haraldsson, lögmaður, Freyr Ófeigsson fyrrverandi héraðsdómari, Sigrún Benediktsdóttir, lögmaður, Björn Jósef Arnviðarson, sýslumaður og Jakob Björnsson framkvæmdastjóri. Varamaður var kjörinn Linda Bentsdóttir, lögmaður, í stað Sólveigar Guðmundsdóttur.
Ástráður var formaður þeirrar landskjörstjórnar, sem sagði af sér í janúar.