Af þeim sem voru atvinnulausir árið 2010 voru að jafnaði 2800 manns búnir að vera atvinnulausir í 1-2 mánuði eða 20,8% atvinnulausra. Til samanburðar höfðu 3700 manns verið atvinnulausir í 1-2 mánuði árið 2009 eða 28,3% atvinnulausra.
Hagstofan segir, að þeir sem hafi verið atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur eru skilgreindir sem langtímaatvinnulausir. Árið 2010 höfðu um 2800 manns verið atvinnulausir svo lengi eða 20,3% atvinnulausra. Árið 2009 voru þeir sem höfðu verið atvinnulausir ár eða lengur um 900 manns eða 6,8% atvinnulausra.
Árið 2010 voru 1,6% af þeim sem voru á vinnumarkaði atvinnulausir í 1-2 mánuði en 2% árið 2009. Langtímaatvinnulausir voru 1,5% vinnuaflsins árið 2010 samanborið við 0,5% árið 2009.