Stjórnarflokkarnir ná ekki meirihluta

Ráðherrar á þingi.
Ráðherrar á þingi. mbl.is/Kristinn

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir myndu ekki fá meirihluta þingmanna ef kosið yrði nú samkvæmt könnun, sem Fréttablaðið og Stöð 2 hafa gert.

Samfylkingin fengi 26% atkvæða, samkvæmt könnuninni, og VG 15,7%. Samanlagt fengju flokkarnir tveir 41,7% atkvæða og 27 þingmann, að sögn Fréttablaðsins.

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 41,2% og 28 þingmenn samkvæmt könnuninni. Stuðningur við Framsóknarflokkinn mælist 11,7%  og Hreyfingin fengi 3,6% fylgi. 

Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 23. febrúar og fimmtudaginn 24. febrúar. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.  Aðeins ríflega helmingur þeirra sem þátt tóku í könnuninni gaf upp stuðning við einhverja af stjórnmálaflokkunum. Alls sögðust 22% ekki myndu kjósa ef gengið yrði til kosninga nú  eða að þau myndu mæta á kjörstað og skila auðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka