Talinn versla með þjófstolna muni

mbl.is/GSH

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 17. mars. Segir Hæstiréttur, að rökstuddur grunur sé um að maðurinn taki við og stundi verslun með þjófstolna muni.

Maðurinn var handtekinn 4. febrúar en hann tengist máli fjögurra annarra manna, sem hafa viðurkennt um 70 innbrot, þar sem gífurlegum verðmætum var stolið. Lögreglan telur, að maðurinn hafi tekið mestöllu þýfinu. 

Talsvert af þýfi fannst á heimili mannsins og viðurkenndi hann að hafa tekið við því.  Þá kemur fram í úrskurði héraðsdóms, að lögregla hafi tekið skýrslur af hópi fólks sem undanfarið hafi millifært töluverðar fjárhæðir inn á bankareikning mannsins.

Nokkrir hafi gefið þær skýringar á  millifærslunum að maðurinn hafi verið að lána þeim peninga og neitað að hafa keypt af honum muni. Tvær konur  játuðu þó að þær hefðu keypt sjónvörp af manninum, tveir menn viðurkenndu að hafa keypt af honum fartölvur og einn föt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert