Vakta Hurðarbak eftir eldsvoða

Slökkvistarf. Mynd úr safni.
Slökkvistarf. Mynd úr safni. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Slökkvilið mun vakta brunarústir við bæinn Hurðarbak í Svínadal fram á nótt, en mikill bruni kom upp í fjárhúsi og hlöðu á bænum fyrr í kvöld. Slökkvistarf gekk nokkuð erfiðlega vegna hvassviðris, og gaus eldurinn ítrekað upp að nýju. Slökkvilið telur því ekki óhætt að yfirgefa svæðið strax. Húsin eru talin ónýt.

Slökkviliðið á Akranesi var kallað til upp úr klukkan sjö í kvöld, og þurfti að fá dælubíll frá slökkviliðinu í Borgarnesi að auki. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á Akranesi eru húsin ónýt.

Tildrög brunans liggja ekki fyrr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert