Veik staða krónu setur kjaramál í óvissu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gylfi Arn­björns­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, seg­ir á heimasíðu sam­bands­ins að ljóst megi vera að veik staða ís­lensku krón­unn­ar setji þróun kjara­mála í mikla óvissu vegna ójafn­væg­is í gjald­eyr­is­hreyf­ing­um auk gjald­eyr­is­hafta.

„Samn­inga­nefnd ASÍ hef­ur því lagt mikla áherslu á að sam­hliða af­námi gjald­eyr­is­haft­anna verði mörkuð trú­verðug leið til þess bæði að styrkja gengi krón­unn­ar um a.m.k. 15% og jafn­framt tryggja stöðuleika henn­ar," seg­ir Gylfi í sér­stöku for­seta­bréfi.

Gylfi seg­ir, að þótt for­seti Íslands hafi hafnað lög­un­um um Ices­a­ve staðfest­ing­ar sé enn unnið að því að gera 3ja ára kjara­samn­ing og miðist viðræður m.a. við stjórn­völd við það.

„Sam­kvæmt tímaplan­inu er miðað við að ljúka þess­um viðræðum fyr­ir miðjan mars en að launa­breyt­ing­ar taki gildi frá 1. mars. Við það er miðað að samn­ing­ur­inn öðlist ekki gildi fyrr en eft­ir 3ja mánaða aðlög­un­ar­tíma, þar sem unnið verður að því að hrinda í fram­kvæmd ýms­um breyt­ing­um og ákvörðunum sem stjórn­völd og Alþingi þurfa að efna í tengsl­um við samn­ing­inn. Sam­komu­lag er um að vegna tíma­bils­ins mars-maí verði greidd ein­greiðsla og gangi hlut­irn­ir eft­ir mun samn­ing­ur­inn sjálf­ur taka gildi í júní. Ná­ist ekki sam­komu­lag við stjórn­völd og Alþingi breyt­ist samn­ing­ur­inn í skamm­tíma­samn­ing fram á haustið."

Vef­ur ASÍ

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert