Veik staða krónu setur kjaramál í óvissu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir á heimasíðu sambandsins að ljóst megi vera að veik staða íslensku krónunnar setji þróun kjaramála í mikla óvissu vegna ójafnvægis í gjaldeyrishreyfingum auk gjaldeyrishafta.

„Samninganefnd ASÍ hefur því lagt mikla áherslu á að samhliða afnámi gjaldeyrishaftanna verði mörkuð trúverðug leið til þess bæði að styrkja gengi krónunnar um a.m.k. 15% og jafnframt tryggja stöðuleika hennar," segir Gylfi í sérstöku forsetabréfi.

Gylfi segir, að þótt forseti Íslands hafi hafnað lögunum um Icesave staðfestingar sé enn unnið að því að gera 3ja ára kjarasamning og miðist viðræður m.a. við stjórnvöld við það.

„Samkvæmt tímaplaninu er miðað við að ljúka þessum viðræðum fyrir miðjan mars en að launabreytingar taki gildi frá 1. mars. Við það er miðað að samningurinn öðlist ekki gildi fyrr en eftir 3ja mánaða aðlögunartíma, þar sem unnið verður að því að hrinda í framkvæmd ýmsum breytingum og ákvörðunum sem stjórnvöld og Alþingi þurfa að efna í tengslum við samninginn. Samkomulag er um að vegna tímabilsins mars-maí verði greidd eingreiðsla og gangi hlutirnir eftir mun samningurinn sjálfur taka gildi í júní. Náist ekki samkomulag við stjórnvöld og Alþingi breytist samningurinn í skammtímasamning fram á haustið."

Vefur ASÍ

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka