Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs staðfest

Vatnajökull.
Vatnajökull. mbl.is/Rax

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur staðfest stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.

Það er niðurstaða ráðuneytisins að skilyrðum laga og reglna hafi verið uppfyllt við gerð áætlunarinnar, þar á meðal um samráð. Umhverfisráðuneytið telur engu að síður æskilegt að stjórn þjóðgarðsins skoði betur þann kafla áætlunarinnar sem lýtur að samgöngum, í samstarfi við helstu hagsmuna- og umsagnaraðila.

Vatnajökulsþjóðgarður er umfangsmesta verkefni á sviði náttúruverndar sem ráðist hefur verið í hérlendis en hann nær yfir 13% landsins og er stærsti þjóðgarður Evrópu. 

Vefur umhverfisráðuneytisins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert