Biðröð vegna Hörpu

Biðröð hefur myndast við miðasölu Hörðu í Aðalstræti en sala aðgöngumiða  á fyrstu viðburðina á dagskrá tónlistarhússins Hörpu hefst á hádegi.

Verða þá til sölu miðar á opnunartónleika  Hörpu þar sem Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands og tónleika Jonas Kaufmann sem eru hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Miðasala hefst samtímis á á vefjunum www.harpa.is, www.midi.is, í síma 528 5050 og í miðasölunni Aðalstræti 2 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka