Alls óvíst er hvenær hægt verður að opna Landeyjahöfn, en ölduspá næstu daga er ekki góð. Frá því sanddæluskipið Skandia kom til landsins, 11. febrúar, hefur aðeins gefist samtals rúmur sólarhringur til dýpkunar, en til að skipið geti athafnað sig þarf ölduhæðin að vera undir 2 metrum.
Það sem af er árinu hefur tíðafar verið óhemju erfitt m.t.t. dýpkunar í
Landeyjahöfn en við slíku má vissulega búast um hávetur. Í frétt frá Siglingastofnun segir að góðu tíðindin séu að lítið af sandi hafi borist inn í höfnina frá því
hún lokaðist um miðjan janúar og fyrirstaðan í hafnarmynninu hafi minnkað.
Efnið sem fjarlægja þarf til að opna siglingaleiðina er innan við fimmtungur frá
því mest var sl. haust eða um 5000m³.