Sveitarfélagið í Garði vinnur nú að því að fá 60 milljóna króna yfirdrátt hjá SpKef Sparisjóði í Reykjanesbæ. Í síðustu viku samþykkti bæjarráðið samhljóða að nýta allt að 430 milljónir úr Framtíðarsjóði til uppgreiðslu langtímalána sem gerir sveitarfélagið eitt af þeim minnst skuldsettu á landinu.
Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri bæjarstjóri í Garði segir að hingað til hafi Framtíðasjóður verið nýttur til að byggja m.a. skóla og bókasafn og borga niður skuldir en að nú hafi verið tekin ákvörðun um að láta hann vera.
Ásmundur segir að lagt sé upp með að fá allt að 60 milljóna króna yfirdráttarheimild. Væri heimildin fullnýtt ætti hún að duga fyrir útgjöldum yfir ein og hálf mánaðarmót ef þörf krefði. „Þetta er einfaldlega varúðarráðstöfun til að brúa bilið ef að tekjurnar duga ekki. Eins og í hverjum öðrum rekstri eða heimili þar sem útgjöld eins mánaðar verða aðeins meiri en tekjurnar.“
Ásmundur segir líka hættu á að tekjur sveitarfélagsins dragist saman og það sé það sem þau hafi áhyggjur af. Þó samdráttur í tekjum sé ekki teljanlegur ennþá þá verði að hafa í huga að tekjur á hvern íbúa á Suðurnesjum séu mjög lágar, mikið atvinnuleysi og því margir á bótum.
Þegar spurt
er hversu miklu muni á vöxtum m.v. að nýta annars vegar Framtíðarsjóð og hins
vegar yfirdrátt segir Ásmundur vaxtamuninn ekki mikinn, það geti munað um einu
til tveimur prósentum.