Jeppamenn ætla að kæra

Skrauti við Vonarskarð rétt fyrir ofan Hágöngur.
Skrauti við Vonarskarð rétt fyrir ofan Hágöngur. mbl.is/Brynjar Gauti

Stjórn Ferðaklúbbs­ins 4x4 mót­mæl­ir harðlega þeirri ákvörðun um­hverf­is­ráðherra að staðfesta verndaráætl­un Vatna­jök­ulsþjóðgarðs. Stjórn­in tel­ur að það ferli sem viðhaft var við stofn­un þjóðgarðsins stand­ist ekki stjórn­sýslu­lög og munu sam­tök­in kæra meðferð máls­ins.

Í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar­inn­ar seg­ir að með þessu verði aðgengi al­menn­ings að þjóðgarðinum veru­lega tak­markað. Stjórn þjóðgarðsins hafi hunsað all­ar ábend­ing­ar og til­lög­ur sem hefðu getað stuðlað að sátt um málið. „Að stofna til stærsta þjóðgarðs í Evr­ópu án sam­ráðs við þá aðila sem hafa hvað mest nýtt nátt­úru lands­ins sér til ánægju og yndis­auka eru forkast­an­leg vinnu­brögð og ekki sú stjórn­sýsla sem á að sjást á Íslandi nú­tím­ans,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Ferðaklúbbur­inn 4x4 gagn­rýndi ým­is­legt í þeim drög­um sem stjórn þjóðgarðsins sendi ráðherra til staðfest­ing­ar, einkum þó áform um að loka Von­ar­sk­arði með öllu fyr­ir um­ferð öku­tækja. Reynd­ar verður einnig bannað að fara þar um á hest­um og mót­mæltu hesta­menn þeirri til­lögu harðlega. 

 Hefði átt að senda málið til nýrr­ar stjórn­ar

„Öll und­ir­bún­ings­vinna að stofn­un Vatna­jök­ulsþjóðgarðs er frá­far­andi stjórn garðsins til vansa og hefði ráðherra án taf­ar átt að senda málið til nýrr­ar stjórn­ar garðsins og óska eft­ir að málið yrði unnið í sátt þá fjöl­mörgu úti­vist­ar­hópa sem nýta vilja garðinn svo sem jeppa­menn, vélsleðamenn, hesta­menn, skot­veiðimenn, stanga­veiðimenn, ferðaþjón­ustuaðila og fleiri,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu stjórn­ar Ferðaklúbbs­ins 4x4.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert