Tölvur fyrir alla - á öllum aldri

Oft er sagt að lífið sé besti skólinn en engu að síður geta þeir sem yngri eru kennt eldra fólki sitthvað.

Í félagsmiðstöðinni á Aflagranda í Reykjavík bregða nemendur í 7. bekk í Grandaskóla sér í kennarahlutverkið og kenna eldri borgurum á tölvur.

Bæði nemendur og kennarar eru hæstánægð með árangurinn og segjast hafa haft bæði gagn og gaman af.

Kennsla á samskiptaforritið Facebook var nemendunum ofarlega í huga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert