Mýflug flaug 33 sjúkraflug í febrúar. Flestir voru fluttir milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða samtals 14 sjúklingar í 13 flugferðum.
Meðal annara staða sem lent var á voru: Vestmannaeyjar, Bíldudalur, Vopnafjörður, Egilsstaðir, Höfn í Hornafirði, Grímsey og Constable Pynt á Grænlandi.
14 ferðir voru flokkaðar sem F1 og F2, sem eru á hæsta viðbúnaðarstigi.