Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 36% fylgi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, bætir við sig tveimur prósentum frá síðustu könnun Gallups og 12 prósentum frá síðustu kosningum.
Fjallað var um könnunina í fréttum Útvarpsins. Samkvæmt henni fær Samfylkingin fær 23%, bætir við sig einni prósentu en tapar sjö prósentum frá kosningum. Vinstrihreyfingin-grænt framboð mælist með 18% fylgi, einni prósentu minna en í síðustu könnun en flokkurinn fékk 22% í síðustu kosningum.
Fylgi Framsóknarflokksins mælist nú 14% en var 15% í kosningunum. Fylgi Hreyfingarinnar mælist 5%. Svipaður fjöldi segist ætla að kjósa aðra flokka.
Rúmlega 13% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og rúmlega 16% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag. Úrtakið var tæplega 7000 manns