Landssamtökin Ferðafrelsi segjast vera að undirbúa stjórnsýslukæru varðandi undirbúningsferli og vinnu við stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Jafnframt sé verið að skoða hvort grundvöllur sé á kæru fyrir dómstólum hér á Íslandi og mannréttindadómstóli Evrópu ef þarf.
Á aðalfundi Ferðafrelsis í gær var samþykkt ályktun, þar sem mótmælt er harðlega ákvörðun umhverfisráðherra um að undirrita og staðfesta umdeilda verndaráætlun um Vatnajökulsþjóðgarð þar sem aðgangur almennings að stærsta þjóðgarði í Evrópu.