Tap að fjárhæð 41 milljón króna var á rekstri Framsóknarflokksins á árinu 2009, samkvæmt ársreikningi, sem birtur er á vef Ríkisendurskoðunar. Flokkurinn skilaði reikningnum fyrir helgi en aðrir stjórnmálaflokkar höfðu áður sent Ríkisendurskoðun ársreikninga sína fyrir árið 2009.
Fram kemur að ríkisframlög, sem flokkurinn naut, hafi numið 53,5 milljónum króna, framtlög sveitarfélaga 5,7 milljónum, framlög lögaðila 12,9 milljónum og einstaklinga 14,4 milljónum króna. Samtals námu þessar tekjur 86,4 milljónum og aðrar tekjur námu 18,6 milljónum og samtals voru tekjur flokksins 105 milljónir króna þetta ár.
Gjöld námu tæpum 124 milljónum króna, tap án fjármagnsliða 19 milljónir og fjármagnsgjöld 22 milljónir króna.
Þá kemur fram að flokkurinn skuldaði 252,6 milljónir í lok ársins 2009 og jukust um 70 milljónir króna milli ára. Eigið fé var neikvætt um 118,3 milljónir króna.
Allmörg fyrirtæki studdu flokkinn á síðasta ári.
Ársreikningar stjórnmálaflokkanna fyrir árið 2009