Vilja að ráðherra rökstyðji ákvörðun

Eyjabakkar eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.
Eyjabakkar eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. mbl.is/Arnaldur

Kristján Þór Júlí­us­son og Birg­ir Ármanns­son, full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í um­hverf­is­nefnd Alþing­is, óska eft­ir opn­um fundi nefnd­ar­inn­ar vegna staðfest­ing­ar ráðherra á verndaráætl­un um Vatna­jök­ulsþjóðgarð. 
 
Þeir óska eft­ir að um­hverf­is­ráðherra mæti til fund­ar­ins og upp­lýsi nefnd­ina um hvernig sam­ráði við helstu hags­munaaðila hafi verið háttað varðandi tak­mark­an­ir á úti­vist, um­ferð og veiðum inn­an Vatna­jök­ulsþjóðgarðsins.
 
Enn­frem­ur er þess óskað að ráðherra færi á fund­in­um fram rök­stuðning sinn fyr­ir þeim tak­mörk­un­um á aðgengi sem ráðherr­ann hef­ur staðfest í verndaráætl­un um Vatna­jök­ulsþjóðgarðinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert