115 milljarða lán vegna AGS

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Íslenska ríkið skuldaði fimm þjóðum samtals rúmlega 115 milljarða króna um miðjan janúar vegna áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 

Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, í dag. 

Samkvæmt svarinu skuldar Ísland Svíþjóð 247,5 milljónir evra eða 38,6 milljarða króna, Danmörku 240 milljónir evra eða 37,4 millarða króna, Finnlandi 160 milljónir evra eða 24,9 milljarða króna, Póllandi 204,8 milljónir zloty eða 8,2 milljarða króna og Færeyjum 300 milljónir danskra króna eða tæplega 6,3 milljarða króna.

Svar fjármálaráðherra 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert