58 missa vinnuna hjá Heilsustofnun NLFÍ og Heklu

Samdráttur hefur orðið í sölu nýrra bíla hjá Heklu sem …
Samdráttur hefur orðið í sölu nýrra bíla hjá Heklu sem öðrum bílafyrirtækjum. mbl.is

Alls var 58 starfs­mönn­um sagt upp störf­um um mánaðamót­in í tveim­ur hópupp­sögn­um, 38 hjá Heilsu­stofn­un NLFÍ og 20 hjá bif­reiðaum­boðinu Heklu.

Í um­fjöll­un um upp­sagn­irn­ar í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Friðbert Friðberts­son, ann­ar eig­enda Heklu, gríðarleg­an sam­drátt á markaði fyr­ir nýja bíla hafa knúið á um end­ur­skipu­lagn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins og hagræðingu í rekstri.

Ólaf­ur Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Heilsu­stofn­un­ar NLFÍ, seg­ir niður­skurð fjár­veit­inga til stofn­un­ar­inn­ar hafa kallað á niður­skurð, og launa­kostnaður sé stór hluti rekstr­ar­kostnaðar. Hingað til hafi verið hægt að spara án þess að segja upp, en ekki sé leng­ur hægt að kom­ast hjá upp­sögn­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka