Ein harðasta milliríkjadeila Íslands

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Ingibjör Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir í minnisblaði sem hún sendi utanríkismálanefnd Alþingis í desember 2009, að í nær allan nóvembermánuð 2008 hafi Ísland háð eina hörðustu millríkjadeilu í sögu sinni.

„Markmið ríkisstjórnarinnar var að afla nauðsynlegra lána en halda þó skuldabyrði innan viðráðanlegra marka, bjarga trúverðugleika hagkerfisins og halda viðskiptum við útlönd opnum. Á sama tíma var neikvæð alþjóðleg fjölmiðlaumfjöllun útbreidd og síaukin hræðsla við dýpkandi heimskreppu fældi ríki frá aðstoð við Ísland. Ekki bætti úr skák að fréttir voru mjög neikvæðar af lánlausum erindum Seðlabanka Íslands til bandaríska seðlabankans og rússneskra stjórnvalda en í Rússlandi kom það m.a. fram hjá fulltrúum Seðlabankans að lán frá Rússum gæti komið í stað aðstoðar (Alþjóðagjaldeyrissjóðnum)," segir í minnisblaðinu, sem Ingibjörg Sólrún birti á Facebook-síðu sinni í nótt.

Í minnisblaðinu segir m.a. að Íslendingar hafi verið að einangrast á alþjóðavettvangi.

„Skilaboðin sem við fengum úr öllum áttum voru þau sömu: Semjið um lágmarkstrygginguna og það mun greiða fyrir aðstoð frá ESB, AGS sem og tvíhliða aðstoð. Við höfðum lagt mikið traust á lánafyrirgreiðslu frá hinum Norðurlandaþjóðunum en nú var hún bundin því skilyrði að okkur tækist að koma Icesavedeilunni í einhvern farveg. Sú lánveiting var aftur órjúfanlega tengd aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem ekki vildi afgreiða umsókn okkar nema heildarfjármögnun væri tryggð. Við bættist svo að við höfðum áreiðanlegar heimildir fyrir því að Bretar beittu sér gegn okkur hjá sjóðnum," segir Ingibjörg Sólrún m.a.

Facebook-síða Ingibjargar Sólrúnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert