Herdís fékk heiðursverðlaun

Herdís Þorvaldsdóttir var heiðruð fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar …
Herdís Þorvaldsdóttir var heiðruð fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar á Íslandi ásamt Róberti Arnfinnssyni á Grímunni 2007. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Menningarverðlaun DV voru afhent á Hótel Borg í dag og voru veitt verðlaun í níu flokkum, þar af voru veitt verðlaun fyrir danslist í fyrsta skipti. Alls voru 45 tilnefningar í flokkunum níu. Auk þess voru veitt verðlaunin Val lesenda sem kosið var um á DV.is og heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afhenti, að því er kemur fram í tilkynningu.


Sigurvegararnir eru eftirfarandi:
 
Bókmenntir: Ljósa-eftir Kristínu Steinsdóttur
Byggingarlist: Sundlaugin á Hofsósi
Danslist: Keðja Reykjavík – alþjóðlegur dansviðburður
Fræði: Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis – Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir.
Hönnun: Kron by KronKron
Kvikmyndir: Dagur Kári Pétursson – fyrir myndina The Good Heart
Leiklist: Bernd Ogrodnik
Myndlist: Katrín Sigurðardóttir
Tónlist: Kristinn Sigmundsson
Val lesenda: Bjartmar Guðlaugsson, tilnefndur í flokki tónlistar
Heiðursverðlaun: Herdís Þorvaldsdóttir leikkona

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert