Húsfyllir á opnum fundi um Icesave

Fjölmennt var á fundi um Icesave á mannamáli.
Fjölmennt var á fundi um Icesave á mannamáli.

Húsfyllir var á opnum fundi VÍB - eignastýringar Íslandsbanka, sem haldinn var undir yfirskriftinni „Icesave á mannamáli". Á fundinum fjölluðu Lárus Blöndal hrl og fulltrú í samninganefndinni og Jón Bjarki Bentsson frá Greiningu Íslandsbanka um samninginn, sem kosið verður um í þjóðaratkvæðagreiðslu í apríl.

Í tilkynningu frá VÍB segir segir að Lárus og Jón Bjarki hafi lagt áherslu á að útskýra helstu atriði samningsins á einfaldan og hlutlausan hátt og svara spurningum gesta. Færri komust að fundinum en vildu og þurfti að loka fyrir skráningar á hádegi í dag sökum mikillar eftirspurnar. Framhaldsfundur um Icesave samninginn verður haldinn þann 16. mars og er þá ætlunin að fara nánar yfir hvað dómstólaleiðin hefur í för með sér. Meðal fyrirlesara þá verður Reimar Pétursson hæstaréttarlögmaður.

Fleiri bankar efna til opinna funda um Icesave samninginn því á morgun býður Arion banki til hádegisfundar um samninginn. Þar flytja m.a. erindi Jóhannes Karl Sveinsson sem sag í samninganefnd Íslands og Andrew Speirs framkvæmdastjóri hjá ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint auk fulltrúa Indefence samtakanna o.fl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert