Garðar S. Einarsson, íbúi á Ísafirði, hefur frá árinu 2005 verið rukkaður um fasteignagjöld af húsnæði sem brennt var á æfingu slökkviliðs Ísafjarðarbæjar síðsumars 2005.
Bréf Garðars til byggingarfulltrúa sveitarfélagsins var rætt á síðasta fundi bæjarráðs. Í bréfinu segir Garðar upp leigu á landi við Seljalandsveg þar sem áður var sumarbústaðalóð.
„Bústaðurinn sem þarna stóð var
brenndur á æfingu slökkviliðs Ísafjarðarbæjar síðsumars 2005 og hef ég engin not
haft af þessari svonefndu byggingarlóð síðan þá enda ekki um lóð að ræða þegar
byggingar eru ekki heimilar á svæðinu vegna snjóflóðahættu. Þrátt fyrir þetta
hef ég verið rukkaður um gjöld af þessum eignum eins og húsið væri enn til
staðar. Fyrir vangá hef í grandaleysi greitt öll þau fasteignagjöld sem af mér
hafa verið innheimt undanfarin ár,“ segir Garðar í bréfinu.
Í bréfinu
segir hann sig formlega frá leigusamningnum sem hann taldi úr gildi fallin vegna
breyttra kringumstæðna. Þá óskar hann eftir að fasteignagjöld og lóðarleiga sem
hafði greitt eftir að bústaðurinn var brenndur, verði endurgreidd. Bæjarréð
sendi málið til frekari vinnslu hjá bæjarstjóra.