Mælt fyrir tillögu um stjórnlagaráð

Stjórnlagaráð verður skipað samkvæmt tillögu á Alþingi.
Stjórnlagaráð verður skipað samkvæmt tillögu á Alþingi.

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um að skipuð verði 25 manna stjórnlaganefnd til að endurskoða stjórnarskrána. 

Um er að ræða niðurstöðu meirihluta nefndar, sem fjallaði um viðbrögð við því að Hæstiréttur ákvað að ógilda kosningu til stjórnlagaþings. Að tillögunni standa auk Álfheiðar þær Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, og Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. 

Áður en umræðan hófst mótmæltu nokkrir þingmenn því að tillagan væri tekin á dagskrá og létu í ljósi efasemdir um að það væri þingtækt.

Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, óskaði m.a. eftir því að forseti þingsins úrskurðaði hvort og þá hvers vegna hann teldi að málið væri þingtækt þar sem komið hefðu fram fullyrðingar frá lagaprófessorum um að með tillögunni væri farið á svig við niðurstöðu Hæstaréttar.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði að hann teldi Alþingi setja niður með tillögunni. Verið væri að svindla á ákvörðun Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert