Lögreglan á Akranesi gerði húsleit í heimahúsi í vikunni og fundust um það bil 130 grömm af tilbúnu maríjúana og búnaður sem tengist ræktun kannabisefna.
Fram kemur á vef Skessuhorns, að húsráðandi var handtekinn og við yfirheyrslu viðurkenndi hann að hafa ræktað kannabis til sölu og að efnið væri afrakstur ræktunarinnar.
Þá leitaði lögreglan fíkniefna einnig í öðru húsi þar sem grunur lék á að maður hefði fíkniefni undir höndum. Við þá leit fannst bæði amfetamín og maríjúana, í litlu magni þó.