Notuðu ársgamalt gengi

Bensín hefur aldrei verið dýrara hér á landi.
Bensín hefur aldrei verið dýrara hér á landi. mbl.is/Kristinn

Í ljós hefur komið, að fjármálaráðuneytið notaðist við ársgamalt gengi krónunnar þegar það sendi frá sér upplýsingar í vikunni um samanburð á eldsneytisverði í Evrópulöndum. 

Í upplýsingum, sem fjármálaráðherra lét dreifa á Alþingi á mánudag kom fram að bensínverð á Íslandi væri það næst lægsta í Evrópu. Í leiðréttum gögnum, sem ráðuneytið hefur nú sent frá sér, er Ísland í miðjum hópi varðandi bensín en verð á dísilolíu er það fimmta hæsta í Evrópu.

Það var Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem bent á þessa villu á vef sínum í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert