Ný skjöl réðu úrslitum

Bobby Fischer
Bobby Fischer Rax / Ragnar Axelsson

Ágrein­ing­ur­inn í máli Targ-bræðra og Miyo­ko Watai laut að því hvort stofn­ast hefði til gilds hjú­skap­ar milli henn­ar og Bobby Fis­hcers. Í úr­sk­urði héraðsdóms í dag er vísað til tveggja nýrra skjala frá Jap­an og eru þau sögð hafa nægt sem sönn­un þess að Miyo­ko og Fischer hafi verið gift.

Skjöl­in sem um ræðir eru ann­ars veg­ar af­rit af sam­eig­in­legri til­kynn­ingu Miyo­ko og Fischer um hjú­skap sem þau lögðu inn hjá skrif­stofu fjöl­skyldu­mála í Ota-um­dæmdi í Tókýó 6. sept­em­ber 2004 og var af­greidd 28. janú­ar 2005. Hins veg­ar var lagt fram nýtt vott­orð úr fjöl­skyldu­skrá Watai frá því í maí 2010. Það er sam­hljóða vott­orði úr fjöl­skyldu­skrá sem var lagt fram í fyrra dóms­máli sömu málsaðila en á það hef­ur verið bætt dán­ar­dægri Fischers. Með þess­um tveim­ur skjöl­um þótti dómn­um sem kom­in væri fram full­nægj­andi sönn­un þess að til hjú­skaps hafi stofn­ast milli Watai og Fischer í sept­em­ber 2004.

Tadayos­hi Matsu­bara gaf út fjög­ur vott­orð

Í dómn­um er einnig bent á að Tadayos­hi Matsu­bara, um­dæm­is­stjóri Ota-um­dæm­is í Tókýó, hafi í tví­vang, í apríl 2009 og í júní 2010, gefið út staðfest­ingu þess að hjú­skapar­til­kynn­ing Watai og Roberts hafi verið samþykkt af yf­ir­völd­um. Hann hafi einnig í tvígang gefið út vott­orð úr fjöl­skyldu­skrá Watai þar sem hið sama kem­ur fram. Síðar­nefndu skjöl­in hafi ut­an­rík­is­ráðuneyti Jap­ans vottað sér­stak­lega.

Í úr­sk­urðinum kem­ur fram að af hálfu Targ-bræðra hafi sann­leiks­gildi þess­ara yf­ir­lýs­inga verið vé­fengt. Það hvíli á bræðrun­um að sýna fram á að svo sé, en það hafi þeir ekki gert.

Skjöl­in voru ekki lögð fram í fyrra máli

Bræðurn­ir byggðu einnig á því að Hæstirétt­ur hafi með dómi sín­um í des­em­ber 2009 tekið af­stöðu til sönn­un­ar­gild­is vott­orðs úr fjöl­skyldu­skrá Watai og vott­orðs um samþykki skrán­ing­ar á hjú­skap Fischers og Watai.

Í dómi Hæsta­rétt­ar var fall­ist á kröfu bræðranna um op­in­ber skipti en kröfu Watai um að hún fengi yf­ir­ráð yfir bú­inu enda eft­ir­lif­andi ekkja Fischers. Dóm­ur­inn byggði á því að Watai hefði aðeins lagt fram hjóna­vígslu­vott­orð en á því hefði komið fram að það byggði á af­riti op­in­berr­ar fjöl­skyldu­skrif­stofu. Bræðurn­ir bentu á að gögn sem hlytu að vera grund­völl­ur þess­ar­ar skrán­ing­ar hefðu ekki verið lögð fram og ekki skýrt með full­nægj­andi hætti hvað stæði í vegi fyr­ir því. Því lagði Hæstirétt­ur til grund­vall­ar að ekki hefðu verið færðar full­nægj­andi sönn­ur á að Watai hefði gengið í hjóna­band með Fischer.

 Í úr­sk­urði héraðsdóms frá í dag seg­ir að þessi vott­orð hafi nú fengið stuðning af nýju skjali, til­kynn­ingu Watai og Fischers um hjú­skap. Það skjal nægi, eitt og sér til sönn­un­ar á því að japönsku yf­ir­völd hafi fall­ist á hjú­skap þeirra Watai og Fischer. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert