Vilja að ríkið dragi úr álagningu á eldsneyti

Fólk er farið að draga úr akstri vegna verðhækkunar á …
Fólk er farið að draga úr akstri vegna verðhækkunar á eldsneyti. mbl.is/Árni Sæberg

Farið er að bera á því að fólk dragi verulega úr akstri vegna himinhás eldsneytisverðs, að sögn Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda, sem telur að stjórnvöld eigi að bregðast við með tímabundnum lækkunum á álögum á bensín og dísilolíu.

„Það er greinilegt að þanmörkum er náð,“ segir Runólfur og á við að verðið hafi náð þeim þröskuldi að ökumenn sjái sér ekki annað fært en að nota einkabílinn minna.

Hann bendir á þátt ríkisins í útsöluverði og hvernig skattur á hvern bensínlítra hafi hækkað úr 75 kr. árið 2008 í 113 kr. í dag, jafnvel þótt heimsmarkaðsverð á hráolíu hafi þá farið í 147 dali tunnan, borið saman við 116 dali nú, vegna veikari krónu.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, stendur nú í ströngu í kjaraviðræðum. Að viðbættu eldsneytinu hafa hækkanir á hráefnisvörum skilað sér í hækkandi matarverði, líkt og rakið er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert