Thor Vilhjálmsson látinn

Thor Vilhjálmsson.
Thor Vilhjálmsson. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Thor Vil­hjálms­son rit­höf­und­ur er lát­inn 85 ára að aldri. Thor fædd­ist 12. ág­úst 1925 í Ed­in­borg í Skotlandi. For­eldr­ar hans voru Krist­ín Thors hús­móðir og Guðmund­ur Vil­hjálms­son for­stjóri Eim­skipa­fé­lags Íslands.

Thor lauk stúd­ents­prófi frá MR 1944 og stundaði nám við nor­rænu­deild HÍ 1944-46. Hann stundaði náð við Há­skól­ann í Nott­hing­ham í Englandi 1946-47 og Sor­bonne-há­skóla í Par­ís 1947-1952.

Thor var formaður Rit­höf­unda­sam­bands Íslands 1959-60 og 1966-68.  Hann var for­seti Banda­lags ís­lenskra lista­manna 1975-1981. Hann sat í fram­kvæmda­stjórn Lista­hátíðar 1976-1980. Hann sat í stjórn Alli­ance Franqaise árum sam­an. Thor var einn af stofn­end­um menn­ing­ar­tíma­rits­ins Birt­ings 1955 og sat í rit­stjórn þess til 1968. Hann var formaður Júd­ó­fé­lags Reykja­vík­ur í nokk­ur ár. Hann var for­seti ís­lenska PEN-klúbbs­ins. Thor var gerður að heiðurs­doktor við Há­skóla Íslands á síðasta ári.

Fyrsta bók Thors, Maður­inn er alltaf einn, kom út árið 1950. Síðan skrifaði hann fjölda bóka, skáld­sög­ur, ljóð, leik­rit og greina­söfn. Auk þess hafa komið út eft­ir hann þýðing­ar úr ýms­um mál­um, m.a. frönsku, ensku, spænsku, portú­gölsku og ít­ölsku. Hann hef­ur einnig feng­ist við mynd­list, haldið mál­verka­sýn­ing­ar og skrifað um ís­lenska mynd­list­ar­menn, þar á meðal bæk­ur um Jó­hann­es Kjar­val og Svavar Guðna­son. 

Árið 1992 sendi Thor frá sér fyrsta bindi end­ur­minn­inga sinna, Radd­ir í garðinum og hélt áfram á sömu braut með bók­inni Fley og fagr­ar árar, sem út kom 1996. Thor var þris­var full­trúi Íslands í bók­mennta­verðlauna­sam­keppni Norður­landaráðs og hlaut verðlaun­in árið  1987 fyr­ir skáld­sög­una Grámos­inn gló­ir. Hann hef­ur tvisvar hlotið bók­mennta­verðlaun DV. Árið 1992 hlaut Thor bók­mennta­verðlaun sænsku aka­demí­unn­ar fyr­ir ritstörf. Hann hef­ur fengið fleiri er­lend­ar viður­kenn­ing­ar, m.a. er hann heiðurs­borg­ari í franska bæn­um Rocama­dour, hef­ur hlotið frönsku orðuna Chévalier de l'­art et des lettres og ít­alska orðu, Ca­vali­ere dell'Ordine dello Mer­ito.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Thors er Mar­grét Indriðadótt­ir fyrr­ver­andi frétta­stjóri. Þau eignuðust tvo syni, Örn­ólf og Guðmund Andra.

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert