Allt stefnir í að ferðasumarið 2011 verið hið umfangsmesta á Keflavíkurflugvelli frá upphafi, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Íslenskir flugrekendur hafi bætt við flugflota sinn og hafi aldrei haft jafnmargar flugvélar í áætlunarflugi til og frá landinu.
Fram kemur í tilkynningu Isavia að margir nýir áfangastaðir verði í boði í sumar auk þess sem tíðni ferða til margra borga verði aukin miðað við undanfarin ár. Einnig muni 13 erlend flugfélög halda uppi ferðum til Íslands í sumar og hafi þau aldrei verið fleiri.Til þess að anna þessari miklu aukningu verður ráðist í nokkrar endurbætur á flugstöðinni til þæginda fyrir farþega. Afköst í vopnaleit verða aukin, vopnaleitarsalurinn stækkaður og sjálfsinnritunarstöðvum fjölgað í brottfararsal.