Tólf ráðnir án auglýsingar

Jóhanna Sigurðarsdóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðarsdóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Alls hafa 27 starfsmenn verið ráðnir tímabundið til ráðuneytanna tíu. Þar af voru tólf þeirra ráðnir án auglýsingar. Þetta kemur fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins.

Eygló lagði fram fyrirspurn til forsætisráðherra um aðstoðarmenn ráðherra ríkisstjórnarinnar, fjölmiðlafulltrúa og tímabundnar ráðningar í Stjórnarráðinu. Vildi hún vita hversu margir starfsmenn hvers ráðuneytis voru ráðnir tímabundið og hver verkefni þeirra væru. Þá vildi hún vita hvort viðkomandi starf hafi verið auglýst og hvenær hafi verið ráðið í þær.

Í svarinu kemur einnig fram að alls starfa tíu aðstoðarmenn í ráðuneytunum, einn fyrir hvern ráðherra. Þá starfa fjölmiðlafulltrúar hjá sjö ráðuneytum. Hjá utanríkisráðuneyti, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, velferðarráðuneyti, fjármálaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti starfar einn fjölmiðlafulltrúi í hverju ráðuneyti en í innanríkisráðuneyti starfa tveir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert