Dregið hefur út umferð á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu tveimur mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Umferðin í byrjun árs á þessu svæði er svipuð og hún var árið 2006.
Fram kemur í frétt frá Vegagerðinni að á þremur viðmiðunarstöðum innan höfuðborgarsvæðisins varð 3,9% samdráttur í akstri í janúar og 2,7% samdráttur í febrúar miðað við sömu mánuði í fyrra.
Spá Vegagerðarinnar út frá þessum tölum um umferðina út allt árið, með öllum fyrirvörum, hljóðar upp á samdrátt sem næmi u.þ.b. 2,5%. Margt getur þó breytt þessu, þróun bensínverðs og veðurfar til dæmis.