Hagrætt um 300 milljónir á ári

Ráðhúsið
Ráðhúsið Heiðar Kristjánsson

Regína Ásvaldsdóttir, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, boðar að skorið verði niður um 300 milljónir króna á ári í yfirstjórn borgarinnar. Þetta kom fram á fundi um niðurskurð í skólakerfinu í Ráðhúsinu fyrir stundu.

Þá kom fram í máli Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs, á fundinum að stöðugildum í leikskólum borgarinnar yrði fjölgað um 90, enda þyrfti  starfsmenn fyrir hver fjögur börn sem koma í skólana. 

En vegna óvenju stórs árgangs 2009 munu 363 börn bætast við leikskólann á næsta skólaári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert