Andvígir stjórnlagaráðinu

Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður VG, segist andvígur tillögu um að stjórnlagaráð verði skipað þeim 25 einstaklingum sem kjörnir voru í stjórnlagaþingskosningunum sem dæmdar voru ólöglegar af Hæstarétti.

Í gær sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, að með tillögunni væri einfaldur meirihluti á Alþingi að freista þess að löggilda óbeinlínis það sem dómarar Hæstaréttar hefðu ógilt. Áður hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, lýst yfir andstöðu sinni við tillöguna.

„Ég segi eins og Helgi Hjörvar að þetta er ekki besta leiðin,“ segir Ásmundur Einar í Morgunblaðinu í dag. Það eina rétta væri að kjósa aftur, hvort sem það væri frá grunni eða með uppkosningu. Með því að skipa stjórnalagaráð væri verið að fara á svig við úrskurð Hæstaréttar. „Ég mun í það minnsta ekki styðja það,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert