Brotlendingin rannsökuð

Vélin er mikið skemmd en hún rann út af flugbrautinni …
Vélin er mikið skemmd en hún rann út af flugbrautinni eftir að hjólabúnaður brotnaði. Ljósmynd/Jónas Þór Sigurgeirsson

Að sögn Rannsóknarnefndar flugslysa er ekkert hægt að segja að svo stöddu um orsök þess að flugvél Flugfélags Íslands brotlenti á Nuuk í Grænlandi í dag.

Fram kemur í tilkynningu að samkvæmt alþjóðlegum samningum muni rannsóknin vera í höndum Rannsóknarnefndar flugslysa í Danmörku. Segir að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi skipað trúnaðarfulltrúa við rannsóknina og hann muni taka þátt í rannsókninni ásamt íslenskum ráðgjöfum.

Flugvél Flugfélags Íslands með þrjátíu og einn farþega og þriggja manna áhöfn um borð brotlenti á flugvellinum í Nuuk í Grænlandi í dag. Óhappið varð um klukkan 16:30 að íslenskum tíma í dag. Enginn slys urðu á fólki en vélin, sem er af gerðinni Dash 8, er mikið skemmd. Hún var að koma frá Reykjavík með millilending í Kulusuk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka