Félögum í MC-Iceland vísað frá

Merki Hells Angels var sett í dag á félagsheimili MC …
Merki Hells Angels var sett í dag á félagsheimili MC Iceland í Hafnarfirði.

Norsk yfirvöld hafa ákveðið að vísa átta Íslendingum, félögum úr MC Iceland úr landi. Þetta hefur Morgunblaðið eftir áreiðanlegum heimildum. Íslendingarnir voru handteknir á Gardermoen-flugvelli fyrir hádegi í dag og hafa verið í haldi á flugvellinum síðan.

Meðal þeirra sem vísað er frá Noregi er formaður MC Iceland, Einar Ingi Marteinsson. 

Til stóð að félagarnir í MC Iceland tækju þátt í inntökuathöfn í Hell's Angels um helgina en af því verður ekki, a.m.k. ekki hvað þessa tilteknu félaga MC Iceland varðar. Það mun þó væntanlega ekki breyta neinu um endanlega aðild MC Iceland að Hell's Angels, sem evrópska lögreglan Europol hefur skilgreint sem skipulögð glæpasamtök.

Ekki liggur fyrir hvenær Íslendingarnir koma aftur til landsins en ekki er beint flug milli Noregs og Íslands fyrr en í fyrramálið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert