Forsetinn á fréttastöð páfa

Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heilsar Benedikt XVI. páfa.
Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, heilsar Benedikt XVI. páfa.

Boðið er upp á stutt myndskeið af heimsókn herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, á vefsvæði Páfagarðs. Er þar haft eftir forsetanum að kaþólikkar gegni vaxandi hlutverki í íslensku þjóðlífi og menningu, enda hafi þeim fjölgað mikið á síðustu tveimur áratugum.

„Á síðustu 20 árum höfum við upplifað umtalsverðan aðflutning fólks frá Póllandi og Filippseyjum og mörgum öðrum kaþólskum löndum. Því er kaþólska samfélagið tífalt stærra en það var fyrir 20 árum og það gegnir orðið mjög mikilvægu hlutverki í samfélagi okkar, okkar þjóðfélagi,“ sagði forsetinn í lauslegri þýðingu.

Myndskeiðið er stutt, rétt tæpar tvær mínútur, en það má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert