Forsetinn á fundi með páfa

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fundi með Benedikt XVI …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fundi með Benedikt XVI páfa. Reuters

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands átti fund með Bene­dikt XVI páfa í morg­un og af­henti af­steypu af styttu Ásmund­ar Sveins­son­ar af Guðríði Þor­bjarn­ar­dótt­ur og Snorra Þorfinns­syni, syni henn­ar.

Stytt­an heit­ir „Fyrsta hvíta móðirin í Am­er­íku“ og var upp­haf­lega gerð fyr­ir Heims­sýn­ing­una í New York 1938. Fyr­ir af­hend­ingu stytt­unn­ar átti for­set­inn einka­fund með páfa, og kynnti fyr­ir hon­um sögu Guðríðar.

„Hún er kannski um­fram Leif heppna sú eina af íbú­um Íslands á fyrstu öld­um frá lands­námstíð sem hef­ur merk­an sess í ver­ald­ar­sög­unni. Hún varð á sinni ævi fyrsta per­són­an til þess að sækja heim bæði Róm og Am­er­íku og það fimm hundruð árum áður en Kristó­fer Kól­umbus kom á vett­vang,“ sagði Ólaf­ur Ragn­ar á blaðamanna­fund áður en hann hélt til Róm­ar.

Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert