Forsetinn á fundi með páfa

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fundi með Benedikt XVI …
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, á fundi með Benedikt XVI páfa. Reuters

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands átti fund með Benedikt XVI páfa í morgun og afhenti afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði Þorbjarnardóttur og Snorra Þorfinnssyni, syni hennar.

Styttan heitir „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upphaflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York 1938. Fyrir afhendingu styttunnar átti forsetinn einkafund með páfa, og kynnti fyrir honum sögu Guðríðar.

„Hún er kannski umfram Leif heppna sú eina af íbúum Íslands á fyrstu öldum frá landsnámstíð sem hefur merkan sess í veraldarsögunni. Hún varð á sinni ævi fyrsta persónan til þess að sækja heim bæði Róm og Ameríku og það fimm hundruð árum áður en Kristófer Kólumbus kom á vettvang,“ sagði Ólafur Ragnar á blaðamannafund áður en hann hélt til Rómar.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert