Icesave-nefndin á fyrirtækjakynningum

Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal eru í Icesave-samninganefndinni.
Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal eru í Icesave-samninganefndinni.

Nokkuð hefur verið um að óskað hafi verið eftir þátttöku fulltrúa í íslensku Icesave-samninganefndinni á fundum á vegum fyrirtækja og félagasamtaka síðustu daga til að skýra samningana við Breta og Hollendinga.

Þannig hafa í vikunni m.a. verið haldnir fundir á vegum Arion-banka, Nýherja og VÍB – eignastýringar Íslandsbanka.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jóhannes Karl Sveinsson, lögfræðingur og einn samningamannanna, að sér virtist fólk hafa áhuga á kynningu á samningunum, sem kosið verður um 9. apríl. Í fyrirspurnum væri einkum spurt um Ragnars Hall túlkun á forgangsrétti, um dómstólaleiðina og síðan væru margar „hvað ef“-spurningar, sem reynt væri að svara á þessum fundum. Hann sagðist telja sér skylt að kynna samninginn væri eftir því óskað.


Fólk hefur áhuga á kynningu á Icesave-samningunum.
Fólk hefur áhuga á kynningu á Icesave-samningunum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert