Icesave-nefndin á fyrirtækjakynningum

Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal eru í Icesave-samninganefndinni.
Jóhannes Sveinsson (t.h.) og Lárus Blöndal eru í Icesave-samninganefndinni.

Nokkuð hef­ur verið um að óskað hafi verið eft­ir þátt­töku full­trúa í ís­lensku Ices­a­ve-samn­inga­nefnd­inni á fund­um á veg­um fyr­ir­tækja og fé­laga­sam­taka síðustu daga til að skýra samn­ing­ana við Breta og Hol­lend­inga.

Þannig hafa í vik­unni m.a. verið haldn­ir fund­ir á veg­um Ari­on-banka, Nýherja og VÍB – eign­a­stýr­ing­ar Íslands­banka.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Jó­hann­es Karl Sveins­son, lög­fræðing­ur og einn samn­inga­mann­anna, að sér virt­ist fólk hafa áhuga á kynn­ingu á samn­ing­un­um, sem kosið verður um 9. apríl. Í fyr­ir­spurn­um væri einkum spurt um Ragn­ars Hall túlk­un á for­gangs­rétti, um dóm­stóla­leiðina og síðan væru marg­ar „hvað ef“-spurn­ing­ar, sem reynt væri að svara á þess­um fund­um. Hann sagðist telja sér skylt að kynna samn­ing­inn væri eft­ir því óskað.


Fólk hefur áhuga á kynningu á Icesave-samningunum.
Fólk hef­ur áhuga á kynn­ingu á Ices­a­ve-samn­ing­un­um.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert