Síminn stoppaði ekki hjá vetnismanninum

Sveinn Hrafnsson með búnaðinn sem hann útbjó, fyrst í eigin …
Sveinn Hrafnsson með búnaðinn sem hann útbjó, fyrst í eigin bíl en uppgötvun hans hefur spurst víða út. mbl.is/Árni Sæberg

Viðtök­ur vetn­is­búnaðar, sem minnk­ar bæði meng­un og eyðslu, hafa farið fram úr björt­ustu von­um upp­finn­inga­mann­anna.

„Sím­inn hef­ur ekki stoppað í all­an dag og það er búið að vera fullt út úr dyr­um frá því klukk­an níu í morg­un,“ seg­ir Sveinn Hrafns­son, sem rætt var við í Finn­ur.is, auka­blaði Morg­un­blaðsins í gær.

Sveinn og Helgi Hilm­ars­son eru hug­mynda­smiðir búnaðar­ins. Eft­ir­spurn áhuga­samra bí­leig­enda jókst veru­lega eft­ir að sjón­varp mbl.is greindi frá kost­um búnaðar­ins í gær. Var frétt­in sú lang­mest lesna á mbl.is í gær.

Búnaðinn er hægt að nálg­ast á verk­stæðinu Thor Energy Zoluti­ons á Vagn­höfða. Kostnaður er á bil­inu 68.000-130.000 kr. og fer eft­ir stærð vél­ar og þeim fylgi­hlut­um sem óskað er eft­ir.

Viðtalið við Svein


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert