Síminn stoppaði ekki hjá vetnismanninum

Sveinn Hrafnsson með búnaðinn sem hann útbjó, fyrst í eigin …
Sveinn Hrafnsson með búnaðinn sem hann útbjó, fyrst í eigin bíl en uppgötvun hans hefur spurst víða út. mbl.is/Árni Sæberg

Viðtökur vetnisbúnaðar, sem minnkar bæði mengun og eyðslu, hafa farið fram úr björtustu vonum uppfinningamannanna.

„Síminn hefur ekki stoppað í allan dag og það er búið að vera fullt út úr dyrum frá því klukkan níu í morgun,“ segir Sveinn Hrafnsson, sem rætt var við í Finnur.is, aukablaði Morgunblaðsins í gær.

Sveinn og Helgi Hilmarsson eru hugmyndasmiðir búnaðarins. Eftirspurn áhugasamra bíleigenda jókst verulega eftir að sjónvarp mbl.is greindi frá kostum búnaðarins í gær. Var fréttin sú langmest lesna á mbl.is í gær.

Búnaðinn er hægt að nálgast á verkstæðinu Thor Energy Zolutions á Vagnhöfða. Kostnaður er á bilinu 68.000-130.000 kr. og fer eftir stærð vélar og þeim fylgihlutum sem óskað er eftir.

Viðtalið við Svein


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert