Tafir á umferð við Múlagöng

Vegna bilunar í hurð á Múlagöngum verða tafir á umferð. Að sögn Vegagerðarinnar er unnið að viðgerð. Greiðfært er um allt land þó eru stöku hálkublettir á heiðum á Vestfjörðum og við Kópasker en þar er einnig éljagangur.

Óveður er á Vatnsskarði eystra, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Ábendingar frá veðurfræðingi fyrir kvöldið og nóttina

Vaxandi suðaustanátt í nótt á landinu sunnan- og vestanverðu. Stormur víða á því svæði í fyrramálið og vindhviður yfir 30 metra á sekúndu við fjöll suðvestanlands.

Í fyrramálið og fram yfir hádegi má búast við snjókomu og slæmu skyggni á helstu vegum svæðisins, s.s. Hellisheiði, Reykjanesbraut, Holtavörðuheiði og Steingrímsfjarðarheiði um eða eftir hádegi á morgun en síðan slyddu og rigningu í kjölfarið með talsverðri hálku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert