Sendir úr landi í lögreglufylgd

Merki Hells Angels var sett í dag á félagsheimili MC …
Merki Hells Angels var sett í dag á félagsheimili MC Iceland í Hafnarfirði. mbl.is/Golli

„Við höf­um ákveðið að senda þá úr landi vegna þess að við höf­um rök­studd­an grun um að þeir muni eiga þátt í glæp­sam­legu hátt­erni og óspekt­um á al­manna­færi hér í Nor­egi," seg­ir Mona Elin Hertz­in­berg, yf­ir­maður lög­regl­unn­ar í um­dæmi Gardermoen flug­vall­ar í Osló, um brott­vís­un fé­lag­anna átta í MC Ísland mótor­hjóla­klúbbn­um frá Nor­egi.

„Grun­ur okk­ar bygg­ist á því að þarna er um að ræða hóp manna þar sem nokkr­ir hafa verið dæmd­ir á Íslandi fyr­ir glæpi og að þeir höfðu í huga að heim­sækja hóp manna í Ósló sem einnig hafa verið dæmd­ir fyr­ir al­var­lega glæpi. Það er staðfest að þeir ætluðu að heim­sækja Hells Ang­els í Ósló," seg­ir Hertz­in­berg. Hún tek­ur fram að menn­irn­ir hafi ekki verið hand­tekn­ir held­ur sett­ir í varðhald og þeir verði áfram í varðhaldi þar til þeir verða send­ir burt.

Til stóð að fé­lag­arn­ir í MC Ice­land tækju þátt í inn­töku­at­höfn í sam­tök­in Hell's Ang­els en evr­ópska lög­regl­an Europol hef­ur skil­greint Hell's Ang­els sem skipu­lögð glæpa­sam­tök. Að sögn Hertzen­berg hef­ur aðeins einn úr hópn­um, Ein­ar Ingi Marteins­son formaður MC Ice­land, kært brott­vís­un­ina. Lög­fræðing­ur hans, Trond Ol­sen Næss  hjá Furu­hol­men lög­fræðistof­unni, óskaði eft­ir því að brott­vís­un­inni yrði frestað þar til kær­an verður tek­in fyr­ir. „Þess­ari beiðni hafnaði ég," seg­ir Hertzen­berg. Ein­ar Ingi verður því send­ur úr landi ásamt fé­lög­um sín­um en kær­an verður tek­in fyr­ir síðar.

Hertzen­berg seg­ir að Íslend­ing­arn­ir verði send­ir burt með lög­reglu­fylgd. Enn sé verið sé að ráða fram úr því hvenær af því verði en þeir verða áfram í varðhaldi þangað til. Næsta beina flug á milli Osló og Kefla­vík­ur er í fyrra­málið.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert