Beðið með að birta skýrslu stjórnlaganefndarinnar

Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir.
Ragnheiður Ásta Jóhannesdóttir.

Verið er að leggja lokahönd á prentun skýrslu stjórnlaganefndar sem safnaði gögnum sem nýtast áttu stjórnlagaþingi við að gera tillögur um breytingar á stjórnarskránni.

Afhenda átti þinginu skýrsluna en þar sem ekkert verður af sjálfu þinginu lét formaður nefndarinnar, Guðrún Pétursdóttir, forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, hana í té. Hún hyggst ekki láta birta skýrsluna að sinni.

„Ég hef látið þetta eiga sig meðan mál varðandi vinnuna framundan hafa ekki skýrst,“ segir Ragnheiður Ásta. „En ég geri ráð fyrir að þessi vinna nýtist.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert