„Mikilvægt skref í sögu Landsbankans“

Allir starfsmenn SpKef verði orðnir starfsmenn Landsbankans kl. 8:30 á mánudagsmorgun. Landsbankinn segir í tilkynningu að starfsemi SpKef verði óbreytt fyrst um sinn og að öll útibú sparisjóðsins muni opna á hefðbundnum tíma á mánudag.

Kl. átta um morguninn verði haldinn starfsmannafundur með öllum starfsmönnum SpKef.

Ríkissjóður leggur Landsbankanum til fjárframlag til  að mæta neikvæðri eignastöðu Spkef. Framlagið ræðst af verðmæti eigna sparisjóðsins. Nýju mati á þeim verður lokið í apríl, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Þetta er mikilvægt skref í sögu Landsbankans og mjög viðamikið verkefni sem okkar bíður. Við þekkjum vel kröfuna um hagræðingu í bankakerfinu og verðum að hafa kjark til að horfast í augu við nauðsyn hennar. Ekki síður verðum við að hafa kjark til að viðurkenna að hagræðing má ekki verða á kostnað samfélagssáttar og okkar verkefni er að sætta þessi sjónarmið,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans segir, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert